11.1.2008 | 13:01
Princessuskottið mitt 6.ára
ótrúlegt en satt sex ár síðan ég var á fæðingardeildinni að koma Thelmu Rós í heiminn. Líður ekkert smá hratt. Skrítið maður eldist ekkert sjálfur, sér bara á börnunum hvað tíminn líður hratt hehehe.
Hún er semsagt 1101 eins og BYR bankinn minn 1101 allt útpælt.
Hún var alveg ljómandi glöð í morgun að fara á leikskólann og svo veisla heima hjá pabba hennar og þeim í dag kl fimm.
Af mér er helst að frétta að eftir að nýja árið gekk í garð lá ég bara eins og múkki með flensu 39 stiga hita frá 1.jan og mætti fyrst í vinnu aftur 7.jan. Missti meira að segja af BUBBA mínum uhuhuh átti miða á föstudagskvöldinu og úr því að ég komst ekki á þá þá var ég nú slöpp....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.